







Námskeiðið er ætlað börnum sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu lærum við helstu undirstöðuatriði í teikningu og hönnun persóna, sem nýtast til að búa til eigin myndverk á pappír. Lögð er áhersla á að móta bakgrunn fyrir viðfangsefni hvers þema, nemendur nýta ímyndunaraflið til að skapa heim, kanna hvaðan þemað kemur og hvernig þar . Náttúran verður notuð sem innblástur, og nemendur fá tækifæri til að nota efnivið úr umhverfinu til að gera viðfangsefnið enn líflegra. Með þessu námskeiði læra börnin að efla sköpunargáfuna og túlka eigin hugmyndir á pappír.
Ath.
Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.
Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Klifsins
Kennari: Sjöfn Asare
Sjöfn Asare lærði myndlist í San Francisco og leggur nú stund á doktorsnám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Sjöfn myndlýsti barnabókinni Gling gló eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur, útskriftarbókum fyrir Kvennaskólann og hefur tekið að sér sjálfstæð teikniverkefni. Sjöfn er einnig rithöfundur og hefur gefið út skáldsögur og ljóðabækur.