Golklúbbur Reykjavíkur

Heimilisfang: 
Grafarholt
Reykjavík
Sími: 
585 0200
Netfang: 
gr@grgolf.is

Metnaðarfullt barna- og unglingastarf, ætlað aldurshópnum 6-18 ára, er rekið allt árið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Starfið hefur alið af sér kylfinga sem eru meðal þeirra fremstu og hefur skilað klúbbnum glæsilegum sigrum í öllum flokkum.

Barna- og unglingastarf klúbbsins fer fram undir handleiðslu vel menntaðra PGA golfkennara sem leggja metnað sinn í að kynna allar hliðar golfíþróttarinnar fyrir ungmennum. Mikið er lagt upp úr því að auka færni og hjálpa þeim að mótast sem kylfingar og einstaklingar í heilbrigðu umhverfi.

Við tökum vel á móti nýjum iðkendum og bjóðum þá hjartanlega velkomna í hópinn. Öllum er velkomið að koma og prufa æfingar hjá okkur. Við vonumst til að sem flestir finni sig vel í starfinu og hafi gaman af því að stunda golfæfingar í góðra vina hópi.

Hægt er að er ráðstafa frístundarstyrk sveitarfélaga upp í æfingagjöld hjá klúbbnum.

Staðsetning á korti: