







Velkomin í Bogfimifélagið Bogann! Við bjóðum upp á æfingar í bogfimi fyrir öll færnistig, frá byrjendum til reyndra bogmanna.
Hægt er að sjá æfingaskipulag hér fyrir ofan. Við útvegum allan nauðsynlegan búnað en þér er velkomið að koma með þinn eigin ef þú átt hann. Skráningar fara fram á Sportabler verslun okkar sem hægt er að fara á hér fyrir ofan. Hægt er að greiða með frístundastyrknum á öllum æfingum sem við erum með fyrir krakka yngri en 18 ára.
Æfingar fara fram í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2, Reykjavík. Bogfimisetrið er opið á öllum dögum frá 14-21 og fyrir yfir 16 ára er hægt að skrá sig einnig með mánaðarkort í bogfimisetrinu til að mæta utan æfinga og skjóta (fyrir undir 16 ára þarf að fá leyfi frá þjálfurum og starfsfólki Bogfimisetursins).