Í sumar mun HK bjóða upp á fjölbreytt og vönduð námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 12 ára (2008-2016). HK reynir eftir fremsta megni að ná til sem flestra barna og þetta sumarið er engin undantekning. Skipulögð dagskrá frá kl. 09.00–12:00 og 13:00-16.00 alla virka daga.
Umsjónarmenn sumarnámskeiða HK eru fagmenntaðir á sviði tómstunda,- uppeldis,- íþrótta,- eða heilsufræða og hafa reynslu af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna.
Í ár verða 5 mismunandi námskeið í boði:
- Knattspyrnuskóli HK (7-10 ára) Kórinn
- Handboltaskóli HK (6-10 ára) Kórinn
- Íþróttir og útilíf (6-10 ára) Kórinn og nærumhverfi
- Borðtennisskóli HK (6-12 ára) Snælandsskóli
- Krakkablak HK (8-12 ára) Fagrilundur
Gagnlegar upplýsingar:
- Sama verð er á öll námskeið og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag.
- 10% systkinaafsláttur veittur af námskeiðum innan sömu deildar.
- Ekki er heimilt að breyta skráningu námskeiða eftir að námskeið er hafið.
- Hvert námskeið reiknast 3 klst
- Fyrir heilsdagsnámskeið eru tvö stök námskeið sett í körfu
- Gæsla 1 klukkustund á dag milli 08:00-09:00 eða 16:00-17:00 SKRÁNING HÉR
- Gæslu fyrir og eftir námskeið þarf að setja sérstaklega í körfu og greiða fyrir.
- Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti og vatnsbrúsa en einn nestistími er á hverju námskeiði.
- Börn sem eru á námskeiðum fyrir og eftir hádegi skulu mæta með hollt og gott hádegisnesti. Í Kórnum er aðstaða fyrir iðkendur að borða og bíða eftir næsta námskeiði. Starfsmenn eru á svæðinu.
Verðskrá:
Námskeið ½ dagur
3 klukkustundir (5 dagar)
7.500kr
Námskeið ½ dagur
3 klukkustundir (4 dagar)
6.000kr *
Gæsla 1 klukkustund á dag
8:00 -09:00 / 16:00-18:00
SKRÁNING HÉR
2000kr
*Stjörnumerktar vikur v. annars í hvítasunnu og 17. júní.
Skráning fer fram hér: Sumarnámskeið HK - Skráning er hafin | HK