







AFNÝLENDUVÆÐING LISTA; HVAÐ ER ÞAÐ OG HVERNIG?
Styttum er steypt af stalli sínum í nafni afnýlenduvæðingar og umræða um hugtakið verður sífellt háværari, bæði innan listheimsins og á almennum vettvangi. Hvað er afnýlenduvæðing lista og hvernig er það gert, ef það er þá mögulegt yfirleitt? Námskeiðið verður í formi samræðna, stuttra fyrirlestra og skapandi vinnu. Leitað verður svara við áræðnum spurningum um afnýlenduvæðingu lista og nemendum sett fyrir opin og stutt verkefni. Námskeiðið er opið öllum, þeim sem ekki hafa heyrt hugtakið áður, þeim sem hrista hausinn yfir því sem og þeim sem leitast við að afnýlenduvæða listir í sinni vinnu.
Kennt á tímabilinu 30.04.24.-06.05.24,
Kennslan fer fram á ensku.
Hámarksfjöldi nemenda á námskeiði: 12
SKRÁNING HÉR FYRIR NEÐAN:
Staðsetning: Myndlistaskólinn í Reykjavík, Hringbraut 121
Afnýlenduvæðing lista; hvað er það og hvernig?
Kennarar: Megan Auður og Wiola Ujazdowska
Námskeiðsgjald: 32.500 kr.
Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjöldum. Gagnglegt að hafa skissubók meðferðis.