Sumarnámskeið Klifurhússins

Mynd: 
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára, 10 ára
Námskeiðslýsing: 

Sumarnámskeið Klifurhússins er vikulangt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Miðað er við fæðingarár: 6-7 ára voru að ljúka 1 – 2 bekk, 8-10 ára voru að ljúka 3 – 5 bekk.

Dagarnir byrja kl. 9 og enda kl. 16. Starfsmenn Klifurhússins hafa unnið markvisst að því í fjöldamörg ár að námskeiðið sé skipulagt með þeim hætti að krakkarnir njóti sín sem best. Húsinu er lokað á meðan námskeiðið er í gangi svo það má með sanni segja að yfir sumarið tilheyrir Klifurhúsið krökkunum og þeirra leik til kl. 16 alla virka daga.

Á námskeiðinu fá krakkarnir tækifæri til að kynnast klifuríþróttinni á sama tíma og þau njóta þess að vera útivið. Á námskeiðinu klifra þau inni og úti, heimsækja dýrin í Húsdýragarðinum og fara í Árbæjarsafnið, taka strætó í Öskjuhlíðina og prófa klettaklifur þar, prófa aparólu og læra að gera hnúta. Allar helstu upplýsingar um dagskrána og nauðsynlegan útbúnað má finna hér: Handbók foreldra

Verð fyrir 4 daga námskeið: 28.720 kr.
Verð fyrir 5 daga námskeið: 35.900 kr.

Í verðinu felst 28/35 klst námskeið, strætóferðir í útiklifur, ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ferð í Árbæjarsafnið, leiga á klifurbúnaði (hjálmur, kalk, klifurbelti og klifurskór) og pylsupartý.

Dagsetningar 

10. - 13. júní (4 daga vika)
16. - 20. júní (4 daga vika)
23. - 27. júní
30. júní - 4. júlí
7. - 11. júlí
14. - 18. júlí
21. - 25. júlí
28. júlí - 1. ágúst
5. - 8. ágúst (4 daga vika)
11. - 15. ágúst

Sjáumst í húsinu! :)

 

 

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 23. apríl 2025 - 9:35