Skapað með procreate fyrir 9-12 ára

Mynd: 
Hverfi: 
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Tölvur, Sköpun, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní
Námskeiðslýsing: 

Þetta námskeið er ætlað krökkum sem vilja prófa sig áfram í teikningu með ipad. Við munum fara vel yfir forritið procreate sem er fremsta forritið í rafrænni list í dag. Ekki er ætlast til að þátttakendur hafi neina þekkingu af forritinu, einungis að þau hafi með sér iPad, Apple penna og séu búin að hlaða niður procreate.

Við munum byrja á því að fara vel yfir öll helstu grunnatriðin í rafrænni list og allt sem forritið hefur uppá að bjóða. Við munum fara yfir karakter sköpun og bakgrunns teikningar. Að lokum munum við læra að búa til GIF eða stuttar teiknimyndir. 

Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að hafa öðlast færni og öryggi til að prófa sig áfram í rafrænni list uppá eigin spýtur.

Við mælum með að taka með sér smá nesti í poka.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.

Staðsetning: Flataskóli í Garðabæ

Kennari: Ísold Davíðsdóttir

Ísold er uppeldis- og menntunarfræðingur auk þess að vera myndasöguhöfundur. Hún hefur gefið út þrjár myndasögur og bæði myndskreytt og skrifað barnabækur. Hún starfar sem kennari en þetta er annað sumarið sem hún stýrir námskeiðum í listsköpun með börnum.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 15. apríl 2025 - 12:10