Gítarnámskeið

Mynd: 
Gítarnámskeið einkatími. Gítarkennsla
Hverfi: 
Garðabær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Tónlist
Tímabil: 
janúar, febrúar, mars, apríl
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Frístundakort: 
Námskeiðslýsing: 

Byrjendur:
Farið verður í helstu grip, laglínur, þekkt lög og gítarstef. Unnið út frá áhugasviði og getu hvers og eins nemanda og miðað að því að gera námið sem skemmtilegast.

Lengra komnir:
Unnið út frá getustigi og áhugasviði hvers og eins nemanda. Farið í hljóma, tónstiga, laglínur, spila eftir eyra og unnið með spuna.

Kennt er eftir ýmsum blöðum og verkefnum, bæði tab og bókstafshljómar. Einnig er í boði kennsla eftir nótum og hægt verður að fara í grunnatriði tón- og hljómfræði með náminu. Snjalltækni er nýtt til að auðvelda nemendum heimavinnuna. Notaðar eru fljölbreyttar kennsluaðferðir þar sem skilningarvitin eru virkjuð á fjölbreyttan hátt.

  • 30 mínútur í senn í 10 skipti

Ath. Þátttakendur koma með eigið hljóðfæri í gítartímana.

KENNSLA FER FRAM Á MÁNUDÖGUM

Gítarkennari: Aron Andri Magnússon

Aron hefur starfað sem tónlistarkennari hjá Klifinu við góðan orðstír í fjölda ára. Hann hefur einnig starfað við Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem hann hefur kennt bæði hópa og einkatíma á gítar. Aron hóf nám í klassískum gítarleik í Tónlistarskólanum í Garðabæ, en skipti svo yfir í jazz gítarleik við Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem hann nam hjá Ómari Guðjónssyni. Aron útskrifaðist vorið 2015 með burtfarar próf í rythmískum gítarleik. Árið 2022 útskrifaðist hann einnig úr rythmísku námi við FÍH/MÍT.
Hann er uppalinn Garðbæingur og kennir á klassískan, þjóðlaga og rafgítar.

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 15. nóvember 2024 - 21:32