







Námskeiðið er hannað fyrir þá sem vilja ná grunnfærni í módelteikningu. Módelinu verður stillt upp í mismunandi stellingar í mislangan tíma og kenndar verða aðferðir til að mæla hlutföll þess. Einnig verður unnið með útlínur, form, ljós og skugga.
Nemendur þurfa ekki að hafa neinn grunn í teikningu til að sækja námskeiðið og farið verður á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.
Notast verður við blýant, strokleður og hnoðleður sem nemendur útvega sjálfir
Hefst 24. mars 2025
Lengd: 7 vikur
Tími: Mánudaga kl 18 - 20