







Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið námskeiðinu Akrýlmálun I hjá Klifinu eða hafa almennan grunn í akrýlmálun.
Á námskeiðinu verður unnið í ólíkum verkefnum, nemendur munu læra fleiri aðferðir til að nota akrýlmálninguna en kennt er á grunnnámskeiðinu og farið verður í fleiri leiðir til að flytja teikningu yfir á pappír/striga áður en byrjað er að mála.
Efni og áhöld
Nemendur útvega sjálfir málningu, pensla, blýanta og strokleður fyrir námskeiðið en við sendum póst fyrir fyrsta tíma og bendum á hvað og hvar er gott að fjárfesta í slíku.
Hefst 27. janúar
Lengd: 11 vikur
Tími: mánudaga kl 18:00 - 20:00