







Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlmálun. Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig akrýlmálning virkar og mismunandi aðferðir til að vinna með hana, ásamt því að fara yfir pensla, blýanta, pappír og striga.
Efni og áhöld
Nemendur útvega sjálfir málningu, pensla, blýanta og strokleður fyrir námskeiðið en við sendum póst fyrir fyrsta tíma og bendum á hvað og hvar er gott að fjárfesta í slíku.
Hefst 27. janúar
Lengd: 11 vikur
Tími: mánudaga kl 20:10 - 22:10