







Æfingahópar, dags- og tímasetningar, verð og þjálfarar eru sem hér segir
1. - 4. bekkur Mánudaga til föstudaga, kl. 09:00-12:00
Aðalþjálfari: Magnús Elí Jónsson.
Aðstoðarþjálfari: Helga Lilja Maack.
Æfingar eru hugsaðar sem blanda af leik, frjálsum íþróttum og góðri samveru. Hvert námskeið er ein vika í senn, og stendur frá kl. 09-12. Tímabilið nær frá 10.6 til 28.6 og svo aftur, 19.8 til 30.8. Verð: 9.000 kr hver vika, innifalin er gæsla frá kl. 8 – 9 fyrir þá sem þurfa í ÍR heimlinu. Hægt er að skrá barnið í hádegismat hjá ÍR fyrir 5.000 kr á viku og einnig er hægt að skrá barnið í hálfan dag eftir hádegið í Sumargaman ÍR. Veittur er 10% systkinaafsláttur.
5. - 8. bekkur Mánudaga til fimmtudaga, kl. 10:30-12:00
Yfirþjálfari: Bjarni Anton Theodórsson.
Aðstoðarþjálfarar: Illugi Gunnarsson og Iwo Egill Macuga Árnason.
Æfingar byggja á hefðbundinni þjálfun í frjálsum íþróttum, tækni, snerpu, úthaldi og styrk auk góðrar samveru. Æfingatímabilið er 1.6-29.8. ATH: 1.6-9.6 verður æft frá kl. 16:00-17:30 en frá 10.6 og út sumarið verða æfingar kl. 10:30-12:00. Verð fyrir allt tímabilið er 40.000 kr.
Veittur er 10% systkinaafsláttur.
9. bekkur & eldri Mánudaga til föstudaga, kl. 17:00-19:00
Þjálfarar: Óðinn Björn Þorsteinsson, Kristín Birna Ólafsdóttir, Gunnar Páll Jóakimsson og Guðmundur Hólmar Jónsson.
Æfingar byggja á hefðbundinni þjálfun í frjálsum íþróttum, tækni, snerpu, úthaldi og styrk auk góðrar samveru. Æfingatímabilið er 1.6-29.8. Verð fyrir allt tímabilið er 45.000 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur. ATH: Sumir hópar æfa á laugardagardagsmorgnum.