Myndasögugerð fyrir 6-9 ára

Mynd: 
myndasögugerð
Hverfi: 
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Myndlist
Tímabil: 
júní
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára
Námskeiðslýsing: 

Þetta námskeið er fyrir káta krakka með fjörugt ímyndunarafl.

Við munum fara yfir öll helstu grunnatriði í myndasögugerð. Þau munu byrja á að skapa persónu sem þau vinna svo áfram með. Þau munu skapa umgjörð fyrir persónuna og semja sögu um hana. Síðan munum við fara yfir mismunandi tækni til að myndlýsa sögunni í skemmtilegri myndasögu. 

Að námskeiði loknu koma nemendur heim með sína eigin myndasögu. Einnig munu þau búa yfir færni til að halda sínum myndasögu ferli áfram heima fyrir.

  • 23-27 júní · kl. 13-16 · Fyrir 6-9 ára - örfá pláss laus

Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.

Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Klifsins

 

Staðsetning: Flataskóli í Garðabæ

Kennari: Ísold Davíðsdóttir

Ísold er uppeldis- og menntunarfræðingur auk þess að vera myndasöguhöfundur. Hún hefur gefið út þrjár myndasögur og bæði myndskreytt og skrifað barnabækur. Hún starfar sem kennari en þetta er annað sumarið sem hún stýrir námskeiðum í listsköpun með börnum.

Síðast uppfært: 
Laugardagur, 19. apríl 2025 - 19:35