Meistarabúðir Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð

Mynd: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Fræðsla, Myndlist
Tímabil: 
júní
Aldur: 
10 ára, 11 ára
Námskeiðslýsing: 

Meistarabúðir er skapandi sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-11 ára sem vilja læra að fá hugmyndir sem geta breytt heiminum. 

Námskeiðið fer fram í samstarfi við Elliðaárstöð þar sem við munum nota umhverfið sem innblástur. 

Á námskeiðinu læra þátttakendur:

- að fá hugmyndir og hugsa skapandi

- hvernig hægt er að sækja innblástur úr umhverfinu og nýta í hugmyndavinnu

- að búa til hugmyndir með og fyrir náttúruna

- ýmsan fróðleik um endurnýtingu og orku

Samstarfsaðilar Meistarabúða eru Elliðaárstöð og Umhverfisstofnun

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 5. júní 2024 - 18:27