







Langar þig að sauma tösku skreytta með Shibori lituðu efni sem þú litaðir sjálf/ur.
Shibori er skemmtileg aðferð til að lita efni og útkoman fer eftir því hvernig efnið er brotið. Þátttakendur sauma tösku sem skreytt er með Shibori litun.
Kenndar verða nokkrar aðferðir í Shibori taulitun þar sem þátttakendur læra að brjóta efnið á sérstakan hátt og efnisprufur litaðar. Efnið er síðan notað til að skreyta handtösku sem þátttakendur sauma.
Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin saumavélar og áhöld á námskeiðið.