Sumarnámskeið Sund-Hjól-Hlaup (Þríþraut)

Mynd: 
Sund - Hjól - Hlaup i einu námskeiði
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Breiðholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Miðborg og Hlíðar, Kjalarnes, Vesturbær, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Seltjarnarnes
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Íþróttir
Tímabil: 
júní
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára
Námskeiðslýsing: 

SUND-HJÓL-HLAUP SUMARNÁMSKEIÐ(Þríþraut)

Viltu gera eitthvað skemmtilegt og fjölbreytt í sumarfríinu þínu?

Þá hefur þú möguleika á því að taka þátt í þessu skemmtilega og fjölbreytta sumarnámskeiði sem inniheldur þrjár íþróttagreinar á einu námskeiði með öðrum unglingum og vinum.

Þegar þessar þrjár greinar eru settar saman kallast það þríþraut.

Þríþrautardeild Breiðabliks og Þríþrautarsamband Íslands ætla að setja saman fjölbreytt og skemmtilegt viku námskeið fyrir þig. Þannig að þú getir kynnist Þríþraut betur í heild sinni.

Markmiðið með þessu námskeiði er að gefa þér góða upplifun og reynslu af þríþraut með æfingum í sundi, hjólreiðum og hlaupi sem hentar hverjum og einum óháð getu og fyrri reynslu. Ásamt skiptingum milli þessara þriggja greina.

Tilgangur námskeiðsins er að efla til hvatningar, að bæta tækni og þol í öllum þremur greinum með áherslu á tengslamyndun milli þín og hinna þátttakendanna. Þjálfunin verður skipt niður í hópa eftir aldri, reynslu og getu hvers og eins í hverri grein fyrir sig.

Áherslan á æfingarskipulaginu er að undirbúa þig til þess að geta útfært þríþraut í heild sinni á síðasta námskeiðsdegi. Vegalengd þríþrautarinnar verður að eigin vali.

Ragnar Guðmundsson, verkefnastjóri unglinga hjá Þríþrautarsamband Íslands mun skipuleggja vikuna með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. Ásamt unglingaþjálfurum frá þríþrautarfélögum innanlands sem hafa brennandi áhuga á að gefa unglingunum tækifæri á að taka þátt á þessu frábæra námskeiði.

Upplýsingar.

Aldurshópur: 10-13 ára (2012-2015) og 14-16 ára (2009-2011)

Dagsetning: 10.-13. júní 2025.

Tímasetning: 9:00-12:00 á hverjum degi.
Staðsetning: Félagssvæði Breiðabliks og Sundlaug Kópavogs. Nánari mætingarstaðir verða tilkynnt eftir skráningu.
Heildar dagskrá og nánari upplýsingar verða send til þín með góðum fyrirvara.

Aðrar upplýsingar.

Það eru aðalega tvö skilyrði til þess að taka þátt:

- Að geta synt 25 metra í einu án þess að stoppa.

- Að koma með hjól og hjálm. Allar tegundir hjóla er mögulegt að nota.

Skráning.

Skráning fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk: eða QR-code

Þátttökugjald:                           8400kr.

Skráningarfrestur:                 06.06.2025

Greiðsluupplýsingar verða sendar eftir skráningarfrestinn.

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi námskeiðið er þér velkomið að hafa samband við Ragnar Guðmundsson, verkefnastjóra unglinga hjá Þríþrautarsambandinu ragnar@triathlon.is eða í síma +45 2226 5204.

Fylgstu með á Instagram @triathloniceland, Facebook síðu Þríþrautarsambands Íslands: https://www.facebook.com/triathlon.is og heimasíðu www.triathlon.is

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 31. mars 2025 - 14:05