Listasmiðja í Grasagarðinum 2024

Mynd: 
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Sköpun, Útivist, Fræðsla, Myndlist
Tímabil: 
júní
Aldur: 
8 ára, 9 ára, 10 ára
Námskeiðslýsing: 

Sumarnámskeiðin verða sem fyrr haldin í Grasagarðinum í Laugardal. Í boði eru tvö námskeið fyrir börn á aldrinum 8-10 ára

Hámarksfjöldi þátttakenda: 10

10. – 14. júní: Aldur 8 til 10 ára, kl. 09.00 – 13.00

Námskeiðsgjald: 24.000

18. – 21. júní (4 dagar): Aldur 8 til 10 ára, kl. 09.00 – 13.00

Námskeiðsgjald: 20.000

 

Þátttakendur kynnast Grasagarðinum í Laugardal og því fjölbreytta lífríki sem þar er að finna. Áherslan er að vinna með umhverfið í anda sjálfbærni og nota það sem náttúran gefur af sér á skapandi hátt. Unnið er með margvísleg náttúruefni og aðferðir handverks og lista. Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund og tengsl þátttakenda við umhverfi sitt og náttúru í gegnum rannsóknir, uppgötvanir, leik og samveru. 

Leiðbeinandi námskeiðsins er Þórey Hannesdóttir og verður þetta sjöundaa árið sem þessi námskeið eru haldin. Þórey er hönnuður og starfandi myndmenntakennari með meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur stýrt fjölskyldusmiðjum í samstarfi við Grasagarðinn í Reykjavík og Listasafn Árnesinga. Hún er einnig áhugamanneskja um skapandi útinám með áralanga reynslu af frístundastarfi með börnum. Grasagarðurinn er lifandi safn undir berum himni sem má nota til fræðslu, rannsókna og yndisauka.

Skráning á netfangið: thorey.hannes.island@gmail.com

Síðast uppfært: 
Sunnudagur, 28. apríl 2024 - 20:41