







Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll fara fram í júní og ágúst. Þar fá börn fædd á árunum 2015-2017 tækifæri á að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.
Við opnum kl. 08:40 á námskeiðin fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.
Hægt er að skrá börn í gæslu fyrir og eftir námskeið.
Staðsetning greina:
SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/
Allar nánari upplýsingar má nálgast hér fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.
Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.
Við minnum forráðamenn á að passa það að rétt netfang og símanúmer sé skráð í skráningakerfinu.