Fjölgreinanámskeið Fjölnis (2015-2018)

Mynd: 
Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Íþróttir, Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára
Námskeiðslýsing: 

Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 2015-2018. Krakkarnir fá tækifæri til að kynnast 8 íþróttagreinum; fimleikum, fótbolta, frjálsum, handbolta, íshokkí, körfubolta, skák og listskautum með heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður. Börnin mæta í Fjölnishöllina og enda daginn þar líka. Við opnum kl. 08:45 á morgnana og forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Hægt er að skrá börn í gæslu fyrir og eftir námskeið.

Staðsetning greina:

  • Fimleikar: Fimleikasalur
  • Fótbolti: Gervigras úti
  • Frjálsar: Fjölnishellirinn
  • Handbolti: Fjölnishöll
  • Körfubolti: Fjölnishöll
  • Íshokkí: Skautasvell
  • Listskautar: Skautasvell
  • Skák: Egilshöll

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að passa það að rétt netfang og símanúmer sé skráð í skráningakerfinu.

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 2. maí 2024 - 10:40