Karateþrek + styrktarþjálfun

Mynd: 
Hverfi: 
Grafarvogur
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Sjálfsvarnaríþróttir
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára, 17 ára, 18 ára, 19 ára og eldri
Námskeiðslýsing: 

Karateþrek + Styrktar þjálfun

Hefur þig alltaf langað að læra sjálfsvörn, bæta þig í þreki og styrkja þig í leiðinni?

Ný námskeið eru að hefjast þann 3. júní 2024.

Í boði eru fjögurra vikna námskeið og er æft þrisvar sinnum í viku, klukkustund í senn.

Á námskeiðinu verður æfð tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. Farið verður í almenna sjálfsvarnartækni sem á rætur að rekja til karate og annarra bardagalista, þrek æfingar til að bæta þol og verður farið í ítarlega styrktar þjálfun fyrir allan líkamann. Unnið er með ketilbjöllur, teygjur, lóð og eigin líkamsþyngd.

Þjálfarinn, Snæbjörn, hefur margra ára reynslu í bardagalist, sjálfsvörn, og er með 3.dan í karate. Hann er karateþjálfari með þjálfararéttindi ÍSÍ og er menntaður styrktar þjálfari frá Háskólanum á Keili.

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Snæbjörn Willemsson í síma: 6166493 eða í gegnum tölvupóst: snaeji10@gmail.com

 

Karateþrek + Styrktar þjálfun fyrir 12 – 15 ára

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum 17:00-18:00.

Lengd: 4 vikur, námskeið (1) 3. júní – 28. júní / námskeið (2) 1. júlí – 26. júlí

Kostnaður per námskeið: 30.000 kr

 

Karateþrek + Styrktar þjálfun fyrir 16+ára

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum 18:00-19:00.

Lengd: 4 vikur, námskeið (1) 3. júní – 28. júní / námskeið (2) 1.j úlí – 26. júlí

Kostnaður per námskeið: 30.000 kr

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 2. maí 2024 - 10:40