Sumarfrístund í Klapparholti - Norðlingaskóli

Mynd: 
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Frístundaheimili, Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Námskeiðslýsing: 

Frístundaheimilið Klapparholt í Norðlingaskóla býður upp á sumarfrístund fyrir börn fædd 2014-2017. Sumarfrístundin stendur yfir frá 10. júní til 5. júlí og 8. til 20. ágúst. Lokað verður frá 6. júlí til 7. ágúst.

Opnunartíminn er frá kl. 8:30-16:30 og fer skipulögð dagskrá hvers dags fram innan þess tíma.

Dagskrá hverrar viku er að hluta til bundin fyrirfram ákveðnu þema. Frjáls leikur, hreyfing, útivera, skapandi starf, smiðjur, þemadagar, ferðir og ýmis ævintýri í nærumhverfi og um borgina er það sem verður boðið upp á.

Skráð er viku í senn og er lokað fyrir skráningu kl.12:00 á föstudegi fyrir komandi viku. Allar umsóknir fara á bið þar til staðfesting berst frá Klapparholti um að barn sé komið með pláss. Börn sem eru í Norðlingaskóla eiga forgang í sumarfrístund Klapparholts.

Ef hætta á þátttöku á námskeiði þarf foreldri að afskrá viku áður en námskeið hefst (fyrir miðnætti á sunnudegi vegna námskeiðs sem hefst á mánudegi viku seinna), ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu í samræmi við uppsagnarskilmála, en foreldrum er bent á að kynna sér uppsagnarskilmála í sumarfrístund vel, en þá þarf að samþykkja sérstaklega til að umsókn um sumarfrístund sé gild.

Umsóknir barna sem ekki eru í forgangi í sumarfrístund Klapparholts eru í síðasta lagi afgreiddar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.

Veittur er 20% systkinaafsláttur. Nánari upplýsingar um systkinaafslátt má finna á vef Reykjavíkurborgar - klikkið hér.

Nánari upplýsingar um gjaldskrána má finna á vef Reykjavíkurborgar - klikkið hér.

Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 23. apríl kl. 10:00 á http://sumar.fristund.is
 

Frístundaheimilið Klapparholt

Norðlingaskóla, 

Árvað 3, 110 Reykjavík

Síðast uppfært: 
Föstudagur, 19. apríl 2024 - 14:16