







ÞRÁÐUR
Sumarnámskeið á Árbæjarsafni fyrir 12-15 ára börn
Þráður er sumarnámskeið í tengslum við sýninguna Karólína vefari á Árbæjarsafni. Hér er um að ræða samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 12-15 ára og verður haldið í Kornhúsinu á Árbæjarsafni í júní.
Nemendur kynnast sögu Karólínu Guðmundsdóttur vefara og skoða sýninguna með leiðsögn. Nemendur fá innsýn í eiginleika og möguleika íslensku ullarinnar, læra um það hvernig þráður er unninn úr ullarreyfinu, um eiginleika hans og hversu mikilvæg ullin hefur verið þjóðinni og er raunar enn. Þessi fræðsla verður í formi frásagnar og sýnikennslu.
Þá fá nemendur leiðsögn í að vefa lyklakippu/ bókamerki í vefnaðarramma sem þeir fá til eignar og geta svo unnið fleiri hugmyndir ef tími gefst til á námskeiðinu. Vonandi eiga vefnaðaráhöldin svo eftir að koma að góðum notum heima eftir námskeiðið.
Mikilvægt er að nemendur komi með hollt og gott nesti til að borða í hádeginu og gott er að hafa með sér vatnsbrúsa. Athugið að ekki er leyfilegt að vera með sælgæti, gos eða orkudrykki.
Kennari: Sigríður Ólafsdóttir, listgreinakennari og vöruhönnuður
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 8 klst
Staður: Kornhúsið, Árbæjarsafni
Aldur: 12-15 ára
Námskeiðsgjald: 8.000 kr.
Dagsetningar: 14.-15. júní og 21.-22. júní
Skráning: Hér má skrá börn á námskeiðið.