Viðey friðey fyrir 7-9 ára

Mynd: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Leikjanámskeið
Aldur: 
7 ára, 8 ára, 9 ára
Námskeiðslýsing: 

VIÐEY FRIÐEY  
Sumarnámskeið fyrir 7-9 ára börn

Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir spennandi vikulöngum námskeiðum í sumar fyrir 7-9 ára börn í friðsælu náttúruperlunni Viðey.

Börnin nema land, upplifa sögu og náttúru eyjarinnar í gegnum skapandi og listrænt starf innan- og utandyra. Þau fá að kynnast gamla skólahúsinu í Viðey sem var hluti af þorpinu sem hvarf.

Í nýuppgerðu skólahúsinu er sérlega góð aðstaða til tilrauna og rannsókna á gersemum náttúru eyjunnar sem verða notaðar sem efniviður í myndlistarsköpun og leiki. Unnið verður sérstaklega með friðarupplifun í gegnum listir, leiki, markvissa útiveru og hreyfingu.

Markmið námskeiðanna er að hver og einn þátttakandi fái að njóta sín á eigin forsendum undir handleiðslu fagfólks. Leitast verður við að skapa vingjarnlegt umhverfi fyrir börninn án snjalltækja, þar sem þau munu skapa nýjar minningar í hópi jafningja.

Um kennslu sjá Ása Helga Ragnarsdóttir, leiklistarkennari, Guðrún Gísladóttir, myndmennta-og smíðakennari og Sara Riel, myndlistarmaður.

Viðey friðey námskeiðin eru samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur og eru styrkt af Barnamenningarsjóði.

Lengd námskeiðs: 4-5 dagar
Tími: 09:00-16:00 mán-fös
Staður: Skarfabakki (Sundahöfn) og Viðey
Aldur: 7-9 ára (börn fædd 2012-2014)
Námskeiðsgjald: 28.000 -34.000 kr. 15% afsl. fyrir systkini. 10% afsl. með Menningarkortinu.
Takmarkaður fjöldi: Að lágmarki 6 og að hámarki 12 hverja viku

Dagsetningar:
14.-18. júní (4 dagar v. 17. júní)
21.-25. júní
28. júní-2. júlí
3.-6. ágúst (4 dagar v/ Versl.m.h.)
9.-13. ágúst
16.-20. ágúst

Skráning fer fram hér.

Ummæli foreldra eftir sumarið 2021:

„Ég verð eiginlega að fá að koma á framfæri kærum þökkum fyrir frábært námskeið, Viðey – Friðey. Strákurinn minn, 8 ára, tók þátt í því í síðustu viku og naut sín svo vel og fannst alveg ofboðslega skemmtilegt. Skemmtilegasta námskeið sem hann hefur farið á. Takk fyrir að bjóða upp á svona flott, skemmtileg og fræðandi námskeið :)“

„Ég á gutta sem var á námskeiðinu í síðustu viku og ég held að barnið hafi ekki lært eins mikið í skapandi greinum þau þrjú ár sem hann er búinn að vera í skapandi greinum í grunnskóla og þessa 5 daga í Viðey. Hann vaknaði spenntur og glaður alla morgna, kom heim jákvæður og tilbúinn að miðla og deila því sem hann var búinn að sýsla. Síðan voru það öll þessu frábæru listaverk sem hann kom með í vikulokin. Sköpun í víðri skilgreiningu, jákvæðni og þakklæti og gefandi og fallegt viðhorf til umheimsins og umhverfisins kom hann með út úr vikunni og sjálfstraust til að halda áfram á þessari braut. Fullur af nýjum fróðleik og búin að skipuleggja leiðsögn fyrir fjölskylduna bíður hann spenntur eftir að fara aftur út í uppáhalds eyjuna hans.“

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 16. apríl 2024 - 16:18