







Í sumar munu Ársel og Holtið í Árbæ og Norðlingaholti (110), Fjörgyn, Sigyn og Vígyn í Grafarvogi (112) og Fellið, Plútó og Fókus í Grafarholti og Úlfarsárdal (113) sem tilheyra Frístundamiðstöðinni Brúnni bjóða upp á opnanir á mánudags-, miðvikudags og föstudagskvöldum í júní og til og með 10. júlí.
Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu.
Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna.
Boðið verður upp á opnanir á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá 19:30-22:30. Einnig mun hver félagsmiðstöð hafa opið einhverja föstudaga í júní og júlí frá 19:30-22:30. Auglýst verður á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvanna og í gegnum frístundagáttina hvað verður á dagskrá hverju sinni. Einnig verður sendur út póstur í mentor. Endilega fylgist með!
Nánari upplýsingar hjá Frístundamiðstöðinni Brúnni, 411-5600 og á www.fristund.is þegar nær dregur sumri.
Ef upp koma spurningar getið þið haft samband við forstöðumenn félagsmiðstöðva: