Sumarsmiðjur í Frístundamiðstöðinni Brúnni fyrir 10-12 ára (f. 2011-2013)

Mynd: 
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf, Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Námskeiðslýsing: 

Í sumar munu félagsmiðstöðvarnar Ársel og Holtið í Árbæ og Norðlingaholti (110), Fjörgyn, Sigyn og Vígyn í Grafarvogi (112) og Fellið, Plútó og Fókus í Grafarholti og Úlfarsárdal (113) sem tilheyra Frístundamiðstöðinni Brúnni bjóða upp á frístundastarf fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk nú í vor. Þátttökugjöld eru í samræmi við verðskrá borgarinnar - https://reykjavik.is/gjaldskrar-fristundaheimili-felagsmi%C3%B0stodvar. Boðið verður upp á smiðjur á tímabilinu 10. júní til 5. júlí.

Um er að ræða yfir margar mismunandi smiðjur sem standa yfir í hálfan eða heilan dag. Nauðsynlegt er að skrá börnin í hverja smiðju.

Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smiðjurnar fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfunum þremur, 110, 112 og 113 og er það tilgreint við skráningu hvert á að mæta, ásamt því sem farið er í ferðir út um hvippinn og hvappinn.

Skráningin hefst 2. maí kl. 10:00 

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir leitað til félagsmiðstöðvarinnar, Frístundamiðstöðvarinn eða starfsfólks símavers Reykjavíkurborgar. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar, frístundamiðstöðvarinnar og Símavers Reykjavíkurborgar (s. 411-1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.

Foreldrum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting í smiðjur og námskeið er á ábyrgð foreldra. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur við smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í smiðju þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi félagsmiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu. Við bendum á greiðsluskilmálana fyrir sumarsmiðjurnar - https://reykjavik.is/sites/default/files/greidsluskilmalar_i_sumarstarfi_sfs_2017.pdf

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 16. apríl 2024 - 12:59