Sumarstarf félagsmiðstöðva Tjarnarinnar fyrir 13-16 ára (unglinga fædda 2009-2011)

Mynd: 
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Námskeiðslýsing: 

Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar munu að vanda bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar opnanir í sumar fyrir unglinga Tjarnarinnar á aldrinum 13-16 ára, Félagsmiðstöðvarnar verða opnar allt til 4.júlí. Alla virka daga verður ýmist boðið upp á klúbba/hópastarf og opnanir. Kvöldopnanir verða á mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum kl. 19:30-22:30. 

Félagsmiðstöðvarnar fara í hina árlegu útilegu Tjarnarinnar dagana 11.-12. júní. Skráning í útileguna verður auglýst síðar.

Auglýst verður á heimasíðum félagsmiðstöðvanna, samfélagsmiðlum þeirra og í gegnum frístundagáttina hvað verður á dagskrá hverju sinni. Endilega fylgist með!

Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar verður með opnanir fyrir hinsegin unglinga og ungmenni á aldrinum 13-16 ára (fædd 2009-2011) á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-22:00 til 2.júlí.

Fyrir frekari upplýsingar eða spurningar er hægt að hafa samband við Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðumann Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. hrefna.thorarinsdottir@reykjavik.is.

Ef upp koma spurningar getið þið haft samband við forstöðumenn félagsmiðstöðva:

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 22. apríl 2025 - 16:42