Sumarsmiðjur og námskeið Tjarnarinnar fyrir 10-12 ára (börn fædd 2012-2014)

Mynd: 
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf, Félagsmiðstöð, Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
10 ára, 11 ára, 12 ára
Námskeiðslýsing: 

Skráning í starfið hefst 6.maí kl. 10.00 á sumar.fristund.is

Þátttökugjöld eru í samræmi við verðskrá borgarinnar. https://reykjavik.is/gjaldskrar/fristundaheimili-gjaldskra

Smiðjur. Boðið verður upp á fjölbreyttar smiðjur frá 9. júní til 8.júlí, Smiðjur er heiti á frístundatilboði sem varir í 3 klst í eitt skipti eftir hádegi. Framboðið verður fjölbreytt og ættu öll börn að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Meðal þeirra smiðja sem í boði verða eru Masterchef, brjóstsykurgerð, listasmiðja og fleira. Upplýsingar um allar smiðjur og dagsetningar munu vera aðgengilegar á Völu á næstu vikum.

Námskeið. Félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar bjóða upp á skemmtileg vikunámskeið í sumar. Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags kl 9:30-12:30 (nema Larpnámskeiðin sem eru til kl 14 á föstudögum). Á námskeiðunum gefst börnum færi á kafa aðeins dýpra í ákveðið þema í fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu frístundaleiðbeinenda. Þau námskeið sem verða í boði eru Larp og ævintýri, Leiklistarnámskeið, Orku og útrásarnámskeið og námskeiðið Tölvuspil og leikir. Upplýsingar um öll námskeið og dagsetningar munu vera aðgengilegar á Völu á næstu vikum.

ATH. Allar smiðjur og námskeið eru ætluð öllum börnum í hverfinu en eru ýmist haldin í miðborg/hlíðum eða vesturbæ. Endilega kynnið ykkur staðsetningu smiðjunnar/námskeiðsins við skráningu í námskeiðið. Nánari lýsingar á smiðjum/námskeiðum má finna í skráningarforminu þegar opnar fyrir skráningar en þangað til má einnig nálgast upplýsingar um smiðjurnar/námskeiðin hjá forstöðumönnum félagsmiðstöðvanna í hverfinu,

Opið starf fyrir 7.bekkinga (f.2012). Boðið verður upp á sérstakar opnanir fyrir 7.bekkinga í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ í félagsmiðstöðvunum í sumar.

Við viljum minna á að mæting í smiðjur og á viðburði er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur fyrir smiðjuna eða námskeiðið ásamt vatnsbrúsa og hollu nesti ef þess þarf.

Ef upp koma spurningar getið þið haft samband við forstöðumenn félagsmiðstöðva:

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 22. apríl 2025 - 16:43