







Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi aðferðir til að vinna með blek, t.d. hvernig blek er notað til að skissa og teikna. Farið verður yfir mismunandi áhöld sem notuð eru og má þar nefna fountain penna, pennastöng og hefðbundna blekpenna. Einnig verður kennt hvernig hægt er að mála og skyggja með bleki, hvernig teiknað er eftir fyrirmynd og hvernig ljósmyndir og teikningar eru færðar yfir á annað blað með mismunandi aðferðum svo hægt sé að teikna þær og mála.