







Félagsmiðstöðin Hellirinn býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir fötluð börn í 5.-10. bekk. Í ár verða námskeið í 7 vikur og hefst sumarstarfið 10. júní n.k.
Á sumarnámskeiðunum er mikil áhersla lögð á útivist og útiveru. Reynt er að hafa dagskránna sem fjölbreyttasta. Farið er í ferðir, bæði í nærumhverfinu og út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þátttakendur hafa tækifæri til að hafa áhrif á hvað er á dagskrá yfir sumarið.
Starfsemin í Hellinum er aldursskipt annars vegar fyrir 5.-7. bekk og hins vegar fyrir 8.-10. bekk. Sumarstarf hjá Vinnuskólanum er í boði fyrir unglinga i 8.-10. Bekk. Ef unglingur í Hellinum skráir sig í Vinnuskólann býðst honum að hafa starfsstöð í Hellinum.
Sumarnámskeiðin standa yfir frá 08:30 - 16:30. Skráning hefst 23. apríl kl. 10
Í sumar er boðið upp á námskeið eftirfarandi vikur:
10.-14. júní
18.-21. júní (4 dagar
24.-28. júní
1.-5. júlí
Lokað verður í Hellinum 8. júlí – 5. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
6.-9. ágúst (4 dagar)
12.-16. ágúst
19.-21. ágúst (3 dagar)