







Sumarstarf félagsmiðstöðva í Breiðholti
Opið verður í Hólmaseli, Bakkanum og Hundrað&ellefu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Auglýst verður á heimasíðum félagsmiðstöðvanna, samfélagsmiðlum þeirra og í gegnum frístundagáttina hvað verður á dagskrá hverju sinni og hvað verður í boði. Sumarstarfið fyrir unglingana er til 5. júlí
Í sumar er stefnt að því að fara í hina árlegu útilegu Miðbergs og gist verður í eina nótt. Skráning í útileguna verður auglýst síðar.
Ef upp koma spurningar getið þið haft samband við forstöðumenn félagsmiðstöðva:
Sif Ómarsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Hólmaseli.
Herdís Einarsdóttir forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Bakkanum
herdis.einarsdottir@rvkfri.is
Gísli Þorkelsson forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Hundrað&ellefu
Sumarstarf félagsmiðstöðva í Breiðholti
Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið að mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum. Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu.
Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu starfsmanna. Félagsmiðstöðvar eru því mikilvægur vettvangur fyrir unglinga.
Allar dagskrár stöðvanna verða auglýstar á heimasíðum og facebooksíðum félagsmiðstöðvanna, instagram og á Snapchat þegar nær dregur sumri. Athugið að dagskrár verða auglýstar með fyrirvara um breytingar vegna óviðráðanlegra aðstæðna.