Leiklist og framkoma fyrir 9-12 ára

Mynd: 
Hverfi: 
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Sjálfsstyrkingarnámskeið, Leiklist
Tímabil: 
júní
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára
Námskeiðslýsing: 

Leiklistarnámskeið þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, sjálfstyrkingu, sviðsframkomu og beitingu raddarinnar. Farið verður í skemmtilega leiki og spuna sem byggir upp sjálfstraust og leikgleði.
Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem við verðum bæði inni og úti. Einnig að hafa meðferðis léttan bita, nesti.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Sportabler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram

  • Leiklist og framkoma: 18-21. júní – kl. 13-16
    4 dagar – 19.900 kr
  • Leiklist og framkoma: 24-28. júní – kl. 9-12
    5 dagar – 24899

Kennari: Bára Lind Þórarinsdóttir er leikkona og menntaður jógakennari frá Anandavan Yog Peeth í Indlandi. Hún hefur einnig stundað nám í Complete Vocal tækni og hefur lokið  leiklistarnámi við Liverpool Institute for Performing Arts. Báru finnst rosalega skemmtilegt að vinna með krökkum og unglingum en hún hefur starfað sem leiklistarkennari í grunnskóla þar sem hún kenndi öllum aldursstigum. Einnig er hún stofnandi söng- og leiklistarnámskeiðsins Leik og Sprell sem er starfrækt á sumrin. Meðfram náminu í Liverpool hefur hún lagt mikla áherslu á jógaiðkun. Meðal annars aerial og acro jóga, ásamt því að hafa kennt hatha jóga.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 8. apríl 2024 - 21:29