







Í Tónholti er hægt að læra á gítar, bassa, trommur, ukulele, og píanó.
Kennarar:
Helga Ragnarsdóttir – píanó, gítar, ukulele, bassi, söngur
Helgi Einarsson – trommur
Sólveig Ásgeirsdóttir – söngur
Þorsteinn Einarsson (Steini Hjálmur) – gítar
Þráinn Árni Baldvinsson – gítar, bassi, ukulele, píanó, trommur
Námskeiðin eru í 10 – 12 vikur en alltaf er hægt að fá styttri námskeið og einnig er í boði að kaupa staka tíma.
Þeir sem ekki komast á námskeið geta fengið kennslu í gegnum Skype, Zoom og Facetime.
Hafir þú áhuga á að skrá þig á námskeið í Tónholti getur þú sent tölvupóst á gitarar@gmail.com
Um skólann
Námið er byggt upp í kringum áhugasvið nemenda og áhersla lögð á að nemendur njóti sín í sínu tónlistarnámi.
Hver og einn nemandi lærir á sínum forsendum og hefur mikið um nám sitt að segja.
Tónholt er ekki námskrárbundinn skóli.
Tónlistarskólinn er staðsettur í Norðlingaholti og hefur aðstöðu innan veggja Norðlingaskóla í Árvaði 3, 110 Reykjavík.
Eigandi Tónholts er Þráinn Árni Baldvinsson.
Tónholt er á Facebook
Tónholt er líka á Youtube en þar er hægt að skoða kennslumyndbönd fyrir byrjendur og lengra komna.