







Skátafélagið Ægisbúar býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-25 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu og skemmtilega leiki. Á fundum vinna skátarnir saman í ýmsum verkefnum sem geta verið allt frá brjóstsykursgerð og ratleikjum yfir í ræðukeppnir og kassaklifur. Þá er einnig farið í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið í viðbót við vikulegu skátafundina. Skátafélagið Ægisbúar er staðsett á neðri hæð íþróttahússins við Hagaskóla sem stendur við Neshaga 3 í vesturbæ Reykjavíkur. Starfsvæði félagsins er Vesturbær, Miðbær, Skerjafjörður og Seltjarnarnes. Húsnæði félagsins er rúmgott með klifurvegg, stórum sal og á félagið ýmsan flottan búnað til að nýta í dagskrá.