







Siglingaklúbbur fyrir 10 – 16 ára
Lýsing: Vatnasportklúbburinn er fyrir þá sem hafa farið á námskeið, eða eru vanir að sigla og róa, og/eða hafa mikinn áhuga á að kynnast vatnasporti og ævintýrum.
Klúbbfélagar eru undir eftirliti starfsfólks Siglunes sem sér um að leiðbeina og gefa góðar ráðleggingar svo að allir geti bætt færni sína. Klúbbfélagar verða að klæðast björgunarvesti út á sjó, á bryggjunni og í heita pottinum.
Vinsamlega athugið að vatnasportklúbburinn er ekki siglinga- og róðranámskeið. Klúbbfélagar ákveða í samráði við starfsfólk hvaða bátum þeir sigla eða róa hverju sinni.
Bátar: Klúbbfélagar hafa daglega aðgang að seglbátum, kayökum, kanóum, róðrabrettum (SUP) og árabátum.
Opið fyrir klúbbara mánudaga til föstudaga
• Eftir hádegi 13:00 – 17:00.
Siglunes - Nauthólsvík (nautholsvik.is)
Aldur í vatnasportklúbbinn
DAGSETNGAR 2025
* Fjórir dagar