







Þetta námskeið er fyrir alla krakka sem að elska að teikna og búa til sögur. Í þessu námskeiði verður farið yfir grunntökin í teikningu, hlutföll mannslíkamans og aðeins verður farið í fjarvídd. Unnið verður með blýant, penna, blek og jafnvel málningu. Nemendur munu fara yfir karakter hönnun og fara í gerð myndasagna, rammagerð ásamt sögu-uppbyggingu.
Hefst 29. janúar
Lengd: 10 vikur
Tími: miðvikudaga kl 17:45 - 18:45