Teikning og blönduð tækni fyrir 9-12 ára

Mynd: 
teikning og blönduð tækni
Hverfi: 
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára
Námskeiðslýsing: 

Námskeiðið er ætlað börnum sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu lærum við helstu undirstöðuatriði í teikningu og hönnun persóna, sem nýtast til að búa til eigin myndverk á pappír. Lögð er áhersla á að móta bakgrunn fyrir viðfangsefni hvers þema, nemendur nýta ímyndunaraflið til að skapa heim, kanna hvaðan þemað kemur og hvernig þar . Náttúran verður notuð sem innblástur, og nemendur fá tækifæri til að nota efnivið úr umhverfinu til að gera viðfangsefnið enn líflegra. Með þessu námskeiði læra börnin að efla sköpunargáfuna og túlka eigin hugmyndir á pappír.

  • Vika 1 · 10-13 júní kl. 9-12 – 4 dagar verð 19.990 kr.
    Teikning og blönduð tækni: goðsögur og hetjur
  • Vika 2 · 16-20 júní kl. 13-16 – 4 dagar verð 19.990 kr.
    Teikning og blönduð tækni: framtíðin
  • Vika 3 · 23-27 júní kl. 13-16 – 5 dagar verð 24.990 kr.
    Teikning og blönduð tækni: hafið
  • Vika 4 · 30 júní-4 júlí kl. 13-16 – 5 dagar verð 24.990 kr.
    Teikning og blönduð tækni: persónur

Ath.

Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.

Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Klifsins

Kennari: Sjöfn Asare

Sjöfn Asare lærði myndlist í San Francisco og leggur nú stund á doktorsnám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Sjöfn myndlýsti barnabókinni Gling gló eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur, útskriftarbókum fyrir Kvennaskólann og hefur tekið að sér sjálfstæð teikniverkefni. Sjöfn er einnig rithöfundur og hefur gefið út skáldsögur og ljóðabækur.

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 15. apríl 2025 - 12:00