







Talsetningarnámskeið 2025 - Börn
Börn á aldrinum 9-12 ára
Kennd eru undirstöðuatriði í radd- og talþjálfun. Farið er í skemmtilega leiki sem skerpa einbeitingu og snerpu. Börnin fá leiðbeiningar í upplestri og svo síðast en ekki síst kennslu í talsetningu. Þátttakendur talsetja teiknimynd auk annara skemmtilegra verkefna, einnig tökum við upp raddir allra til að eiga í raddbanka.
Byrjar 14. Janúar!