Sumarsmiður og námskeið félagsmiðstöðva fyrir 10-12 ára ( f.'12-'14)

Mynd: 
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Annað, Sköpun, Sumarnámskeið, Æskulýðsstarf, Félagsmiðstöð
Tímabil: 
júní, júlí
Námskeiðslýsing: 

Félagsmiðstöðvar hjá Kringlumýri bjóða upp á sumarsmiðjur/sumarnámskeið fyrir 10-12 ára börn sem ljúka 5.-7. bekk frá 10. júni - 4. júlí. Skráning hefst 6. maí kl. 10:00. Boðið er upp á vikusmiðjur með mismunandi þemum. Skrá þarf á hverja smiðju fyrir sig.

Starfið mun fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu ásamt því að farið verður í ferðir um Reykjavík og nágrenni.

Við viljum minna á að mæting í smiðjur og á viðburði er á ábyrgð forráðamanna.

Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur fyrir smiðjuna eða námskeiðið ásamt vatnsbrúsa og hollu nesti ef þess þarf.

Yfirlit yfir vikusmiðjur í boði er að finna á skráningarvefnum http://sumar.fristund.is frá 29.apríl. 

Nánari upplýsingar veita Magnús Björgvin forstöðumaður netfang : Magnus.Bjorgvin.Sigurdsson@reykjavik.is og María forstöðukona netfang: maria.egilsdottir@reykjavik.is 

 

 

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 10. apríl 2025 - 14:02