







Höllin er sértæk félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5. – 10. bekk með fötlun sem búa í 110, 112 og 113. Á sumrin býður Höllin upp á fjölbreytt og skemmtileg vikunámskeið þar sem áhersla er á útivist og ýmis ævintýri.
Um er að ræða heilsdags sumarstarf fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. bekk sem byggir á einstaklingsmiðari þjónustu og uppeldisgildum frítímastarfs. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar og efla félagslega þátttöku.
Allar nánari upplýsingar veitir Elísa Pálsdóttir forstöðumaður í síma 6955185 eða á netfanginu: hollin@rvkfri.is.
Skráning hefst í starfið 23. apríl kl 10:00. Þátttökugjöld eru í samræmi við verðskrá borgarinnar https://reykjavik.is/gjaldskra-fristundaheimili
Sumarstarf Hallarinnar:
Vika 1: 10.júní - 14. júní
Vika 2: 18.júní - 21. júní
Vika 3: 24.júní - 28.júní
Vika 4: 1.júní - 5. júlí
Vika 5: 8. júlí - 12. júlí
Vika 6: 12. ágúst - 16.ágúst
Vika 7: 19.ágúst - 20.ágúst
Lokað verður í Höllinni dagana 15. júlí – 9. ágúst