Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum fyrir 13 – 16 ára (f.'09-'11)

Mynd: 
Hverfi: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Efnisflokkur: 
Annað, Sköpun, Útivist, Félagsmiðstöð, Fræðsla
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára
Námskeiðslýsing: 

Sumaropnanir félagsmiðstöðva Laugardal- Háaleiti- og Bústaðahverfi 

Opið verður í félagsmiðstöðvum Kringlumýrar frá 10. júní – 8. júlí þrjú kvöld í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 19:30-22:30.

Starfið er fyrir unglinga fædd á árunum 2009-2011. 

Hópa- og klúbbastarf verður starfrækt á dagtíma.

Félagsmiðstöðvarnar munu einnig sameinast í byrjun sumars í útilegu ásamt ýmsum fleirum góðum viðburðum. 

Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði og dagskrá á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvanna en einnig verða upplýsingar sendar til foreldra með tölvupósti í gegnum frístundagáttina í Mentor.

 

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að leita til Magnúsar forstöðumanns :   magnusb@reykjavik.is

 

Síðast uppfært: 
Fimmtudagur, 10. apríl 2025 - 14:06