Sumarnámskeið Mjölnis

Mynd: 
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar, Vesturbær
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Sjálfsstyrkingarnámskeið, Sjálfsvarnaríþróttir, Líkamsrækt
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára
Námskeiðslýsing: 

Í fyrsta sinn mun Mjölnir halda vikulangt sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 - 12 ára með öllum okkar helstu þjálfurum.

 

Gunnar Nelson

Kristján Helgi - margfaldur íslandsmeistari og yfirþjálfari glímu

Jóhann Páll Jónsson - styrktarþjálfari MMA keppnisliðsins

Benedikt Karlsson - yfirþjálfari Crossfit og víkingaþreks

 

Námskeiðið er fullkomið fyrir þá sem hafa ekki enn fundið sig í íþrótt, langar að kynnast því sem við erum að gera hér í Mjölni eða einfaldlega fá að æfa meira yfir sumarið.

 

Það verður farið yfir grunntækni í sjálfsvörn, glímu, styrktarþjálfun og þreki. Áhersla er lögð á að krakkarnir njóti sín sem best í faglegu umhverfi undir handleiðslu reyndra þjálfara á heimsmælikvarða.

 

 

Tímabil: 

 

5 DAGA NÁMSKEIÐ    10.-14. júní

kl. 09:00-12:00              35.000 kr.

 

4 DAGA NÁMSKEIÐ    18.-21. júní

kl. 09:00-12:00              28.000 kr.

 

5 DAGA NÁMSKEIÐ    1.-5. júlí

kl. 09:00-12:00              35.000 kr.

 

 

Innifalið í gjaldi er:

Mjölnis Bolur

Mjölnis Stuttbuxur

Mjölnis Brúsi

 

 

10% systkinaafsláttur.

Hámarksfjöldi í hóp eru 20 börn.

Æskilegt er að mæta í íþróttafatnað og með íþrótta skó.

 

 

Skráning fer fram á sportabler

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 8. maí 2024 - 10:18