







Námskeiðslýsing:
Sumarfrístund fyrir börn fædd 2014 – 2017 á vegum Ártúnsskóla – Skólasels. Sumarfrístund er milli klukkan 8:30 – 16:30. Lokað verður frá 10. júlí til og með 7. ágúst.
Börnin þurfa að hafa með sér þrjú nesti, morgunhressing, hádegismat og síðdegishressing. Starfið í sumarfrístundinni byggist á útivist, hreyfingu, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu sem miðast við aldurshópinn. Einnig er lesið, föndrað, spilað og stuðlað að frjálsum leik. Dagskrá fyrir hverja viku er búin til á fyrsta degi sem byggir á frjálsum leik, hreyfingu, útiveru, skapandi starfi og ferðum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu og um borgina. Áhersla er lögð á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins.
Skráð er fyrir viku í senn og lýkur skráning kl. 12:00 á föstudegi fyrir komandi viku. Allar umsóknir fara á bið þar til staðfesting berst frá frístundaheimili. Börn sem eru í Ártúnsskóla eiga forgang í sumarfrístund Skólasels.
Ef hætta á við þátttöku á námskeiðið þarf foreldri/forráða aðili að afskrá viku áður en námskeið hefst (fyrir miðnætti á sunnudegi vegna námskeiðs sem hefst á mánudegi viku seinna), ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.
Umsóknir barna sem ekki eru í forgangi að viðkomandi frístundaheimili eru í síðasta lagi afgreiddar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.
Frístundaheimilið Skólasel verður opið í sumar frá kl. 8:30 – 16:30. Börnin eru í virkri dagskrá milli kl. 9.00 – 16.00. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Skráning lýkur kl.12:00 á föstudegi fyrir komandi viku.
Skráning hefst 24. apríl kl. 10:00 á http://sumar.fristund.is