Sumarfrístund fyrir börn fædd 2014-2017

Mynd: 
Hverfi: 
Árbær og Norðlingaholt, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Útivist, Frístundaheimili, Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, júlí, ágúst
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára
Námskeiðslýsing: 

 

Frístundaheimili Brúarinnar bjóða upp á sumarnámskeið fyrir 6-9 ára börn frá 10. júní - 20. ágúst. Frístundaheimilin loka vegna sumarleyfa frá 8. júlí - 5. ágúst. Börn í þeim grunnskóla sem frístundaheimilið starfar við eiga forgang í sumarfrístundina. Námskeið frístundaheimilanna eru frá kl. 8:30-16:30 alla virka daga. Gerð er dagskrá fyrir hverja viku sem byggir á frjálsum leik, hreyfingu, útiveru, skapandi starfi, smiðjum, þemadögum, ferðum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu og um borgina. Mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri og hafi með vatnsbrúsa og hollt nesti fyrir daginn. Skráð er á viku í senn og yfirlit yfir námskeiðin er að finna á skráningarvefnum http://sumar.fristund.is.      

 

Síðast uppfært: 
Þriðjudagur, 16. apríl 2024 - 20:17