







Hið sívinsæla sumarnámskeið Klifsins Skapandi sumarfjör, verður í boði fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára sumarið 2024. Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði vísinda, myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Hver dagur hefur sitt þema og reynt verður að vera úti eins mikið og veður leyfir. Leikir og hópefli verða ríkjandi og mun námskeiðið einkennast af mikilli sköpunar- og leikgleði.
Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.
Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Klifsins
Kennari: Ninja Kristín Logadóttir
Ninja Kristín er verkefnastjóri og leiðbeinandi í Klifinu. Hún hefur komið að starfi Klifsins frá unga aldri og verið aðstoðarleiðbeinandi við sumarnámskeið Klifsins síðast liðin fjögur ár. Hún lærði píanó í Tónlistarskóla Garðabæjar. Ninja stundar nám við Verslunarskóla Íslands.