Skapandi Sumarfjör fyrir 6-10 ára

Mynd: 
Hverfi: 
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, júlí
Námskeiðslýsing: 

Hið sívinsæla sumarnámskeið Klifsins Skapandi sumarfjör, verður í boði fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára sumarið 2024. Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði vísinda, myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Leikir og hópefli verða ríkjandi og  munu námskeiðin einkennast af mikilli sköpunar- og leikgleði

Námskeiðin eru kennd bæði úti og inni.

Nemendur mæta með hollt og gott nesti og mikilvægt er að klæða sig eftir veðri hvern dag.

  • 10-14. júlí - kl. 13-16 fyrir 6-8 ára
  • 1-5 júlí - kl. 13-16 fyrir 8-10 ára 
  • 8- 12 júlí - kl 9 -12 fyrir 5-7 ára 
  • 8-12 júlí - kl. 13-16 fyrir 8-10 ára 

 
Staðsetning: Flataskóli

 
Lengd: Vika í senn

 
Kennslustundir: 22,5

 
Aldur: 5-10 ára

Síðast uppfært: 
Miðvikudagur, 10. apríl 2024 - 12:53