Siglingar róður ævintýri

Mynd: 
Hverfi: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Sumarnámskeið, Siglingar, Leikjanámskeið
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
9 ára, 10 ára, 11 ára, 12 ára, 13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Námskeiðslýsing: 

Siglunes starfsemi sumarið 2024 

Námskeið í siglingum og róðri fyrir 9 – 12 ára. 

Lýsing: Spennandi og skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra tökin á mismunandi bátum, læra um öryggisatriði og notkun björgunarvesta.

Námskeiðið er hlaðið spennu og ævintýrum þar sem þeir takast á við nýjar og spennandi áskoranir á hverjum degi og kynnast ýmsum tegundum af bátum og virkni þeirra. Á námskeiðinu læra þátttakendur hvernig á að velja sér björgunarvesti og klæðast því á réttan hátt.

Markmið námskeiðs: Að þátttakendur læri grunnatriði siglinga og róðurs.

Bátar: Siglt er á seglbátum, róið á kayökum, kanóum og árabátum.

Námskeið eru frá mánudegi til föstudags.
• Fyrir hádegi 09:00 – 12:00
• Eftir hádegi 13:00 – 16:00

Vatnasportklúbbur Siglunes sumarið 2024

Siglingaklúbbur fyrir 10 – 16 ára

Lýsing: Vatnasportklúbburinn er fyrir þá sem hafa farið á námskeið, eða eru vanir að sigla og róa, og/eða hafa mikinn áhuga á að kynnast vatnasporti og ævintýrum.

Klúbbfélagar eru undir eftirliti starfsfólks Siglunes sem sér um að leiðbeina og gefa góðar ráðleggingar svo að allir geti bætt færni sína. Klúbbfélagar verða að klæðast björgunarvesti út á sjó, á bryggjunni og í heita pottinum.

Vinsamlega athugið að vatnasportklúbburinn er ekki siglinga- og róðranámskeið. Klúbbfélagar ákveða í samráði við starfsfólk hvaða bátum þeir sigla eða róa hverju sinni.

Bátar: Klúbbfélagar hafa daglega aðgang að seglbátum, kayökum, kanóum, róðrabrettum (SUP) og árabátum.

Opið fyrir klúbbara mánudaga til föstudaga
• Eftir hádegi 13:00 – 16:00

 

Öryggisatriði og nánari upplýsingar fyrir aðstandendur

  • Allir þátttakendur verða að klæðast björgunarvesti út á sjó, á bryggjunni og í heita pottinum.
  • Þátttakendur í starfi Siglunes eru alltaf undir eftirliti starfsfólks.
  • Gæslubátar fylgjast með allri starfsemi á sjó og eru alltaf til taks.
  • Allt starfsfólk Siglunes fer á skyndihjálparnámskeið og öryggis- og fræðslunámskeið Siglunes  samtals 40 klst. á hverju ári.
  • Klæðnaður: Þátttakendur þurfa að vera klæddir í hlý og skjólgóð föt og hafa meðferðis aukaföt og nesti.

 

DAGSETNGAR 2024

10. júní – 14. júní

18. júní – 21. júní*

24. júní – 28. júní

01. júlí – 05. júlí

08. júlí – 12. júlí

15. júlí – 19. júlí

22. júlí – 26. júlí

29. júlí – 2.águst

* Fjórir dagar

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 15. apríl 2024 - 10:43