Rokkbúðir 13-16 ára

Mynd: 
Hverfi: 
Breiðholt
Félag: 
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarbúðir, Tónlist, Sjálfsstyrkingarnámskeið
Tímabil: 
júní
Aldur: 
13 ára, 14 ára, 15 ára, 16 ára
Námskeiðslýsing: 

Hinar geisivinsælu rokkbúðir fyrir krakka verða haldnar í júní í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í Breiðholti! Opnað hefur verið fyrir skráningu!

Dagsetningar: 10.-13. júní 2025 frá 10:00-17:00
Staðsetning: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík

Athugið að búðirnar eru núna 4 dagar fyrir 13-16 ára.

Skráning í 13-16 ára búðirnar: https://forms.gle/4Y5y76pHwqeZ2dmi8

Fyrir hverja?
Rokkbúðirnar eru fyrir stelpur, trans stráka, stálp og intersex krakka á aldrinum 10-12 ára og 13-16 ára. Engin þörf er á fyrri tónlistarþekkingu!

Hvað er í boði?
Krakkarnir fá hljóðfærakennslu, fara á hljómsveitaæfingar, sækja vinnusmiðjur í textasmíði, rokksögu og fleiru og spila á lokatónleikum. Sjálfboðaliðar samtakanna halda utan um hópinn, kenna á hljóðfærin og fara í leiki. Einnig fáum við heimsóknir frá ýmsum skemmtilegum sérfræðingum sem fræða okkur um hin og þessi félagslegu málefni. Við notum valdeflandi aðferðir í kennslunni og reynum að búa til öruggt og þægilegt rými fyrir þátttakendur.

Aðstaða og aðgengi
Tónskóli Sigursveins í Hraunbergi er á tveimur hæðum og stærsti hluti starfsins fer fram á fyrstu hæð. Ekki er lyfta í húsinu, aðeins tröppur. Við biðjum þátttakendur með hreyfihömlun um að láta vita í skráningarformi svo við getum hagað dagskrá viðkomandi þannig að hún sé bara á fyrstu hæð.

Nesti
Krakkarnir fá daglega hressingu í kaffitímanum en þurfa að koma með nesti með sér í hádegismat.

Hvað kostar?
Verðið er valfrjálst en hægt er að miða við viðmiðunarþátttökugjald: 35.000 kr.

Engum þátttakenda verður vísað frá sökum fjárskorts, frí og niðurgreidd pláss eru í boði.

Verkefnið er rekið af hugsjón í sjálfboðastarfi og því eru öll frjáls framlög umfram lágmarksgjaldið vel þegin.

Sú upphæð sem valin er hefur engin áhrif á möguleika þátttakanda að komast að á námskeiðinu, einungis er valið inn eftir þeim skráningum sem fyrstar berast.

Vinsamlegast leggið inn á reikning samtakanna:

301-26-700112
Kt: 700112-0710

Vinsamlega setjið fullt nafn þátttakanda í skýringu með greiðslu.

Starfsemi Læti! er styrkt af Reykjavíkurborg.

--

ENGLISH

The popular rock camp for kids will be held in June at Sigursveinn Music School in Hraunberg 2 in Breiðholt!

Registration is now open!

Dates: June 10-13, 2025 from 10:00-17:00
Location: Sigursveinn Music School, Hraunberg 2, 111 Reykjavík

Please note that the camp is now 4 days for 13-16 year olds.

Registration for the 13-16 year old camp: https://forms.gle/4Y5y76pHwqeZ2dmi8

For whom?
The rock camps are for girls, trans boys, non-binary and intersex kids aged 10-12 and 13-16. No prior musical knowledge is required!

What are we offering?
The kids get instrument lessons, go to band rehearsals, attend workshops in songwriting, rock history and more and play at the final concert. The organization’s volunteers manage the group, teach the instruments and play games. We also get visits from various fun experts who educate us about various social issues. We use empowering methods in our teachings and try to create a safe and comfortable space for participants.

Facilities and accessibility
The Sigursveinn Music School in Hraunberg is on two floors and most of the work takes place on the first floor. There is no elevator in the building, only stairs. We ask participants with mobility impairments to let us know in the registration form so that we can arrange the person’s schedule so that it is only on the first floor.

Lunch
The children receive daily refreshments during coffee time but must bring a packed lunch with them.

How much does it cost?
The price is optional, but you can base it on a reference participation fee: 35,000 ISK.

No participants will be turned away due to lack of funds, free and subsidized places are available.

The project is run on a volunteer basis and therefore all voluntary donations above the minimum fee are welcome.

The amount chosen has no effect on the participant’s chances of getting into the course, only the first registrations are selected.

Please deposit into the organization’s account:

301-26-700112

ID: 700112-0710

Please include the participant’s full name in the explanation with payment.

Læti!’s activities are supported by the City of Reykjavík. 

Síðast uppfært: 
Laugardagur, 26. apríl 2025 - 12:02