







KVENKYNS, TRANS, KYNSEGIN OG INTERSEX – VELKOMIN Í RAFTÓNLISTARBÚÐIR LÆTI!
Aldur: 15-20
Í fyrsta skipti bjóðum við upp á búðir í RAFTÓNLIST fyrir ungt fólk frá 15-20 ára. Þar fá þátttakendur grunn í raftónlist, læra að semja lög í Ableton Live og þeyta skífum. Við hvetjum þau sem vilja til að syngja og rappa inn á lögin sín og verðum með aðstöðu til að taka upp.
Margar tónlistarstefnur koma til greina en tónlist gerð í tölvu verður þó meginkennsluefnið, enda fyrst og fremst kennt á Ableton Live.
Í lok námskeið verða þátttakendur búnir að búa til drög að lagi sem við hlustum svo öll saman á í hlustunarpartíi í Tónlistarmiðstöð Læti! síðdegis þann 2. júní.
Búðirnar fara fram bæði á íslensku og ensku.
Engin þekking á tónlist nauðsynleg. Við búum til öruggt rými til að fikta, prófa sig áfram og gera mistök!
Dagsetningar: 29. maí, 31. maí, 1. júní og hlustunarpartí 2. júní
Staðsetning: Fellaskóli, 111 Reykjavík
Hlustunarpartí: Tónlistarmiðstöð Læti!, 111 Reykjavík
Fimmtudagur 29. maí (Uppstigningadagur) 09:00-16:00
– Frí föstudaginn 30. maí –
Laugardagur 31. maí 09:00-16:00
Sunnudagur 1. júní 09:00-16:00
Mánudagur 2. júní – Hlustunarpartí 17:30-19:00
Þátttökugjald er valfrjálst. Frí pláss eru einnig í boði.
Stelpur rokka! / Læti! eru sjálfboðasamtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og eru öll framlög umfram viðmiðunargjald vel þegin.
Aðeins 20 pláss eru í boði.
SKRÁNING: https://forms.gle/cre3dWYcGLS3eWxf9
Markmiðið er að jafna aðgengi stúlkna og jaðarsettra kynja að raftónlist. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og samtökin Læti! eru styrkt af Reykjavíkurborg.
Birt með fyrirvara um breytingar.
ENGLISH
FEMALE, NON-BINARY, TRANS, AND INTERSEX PEOPLE – WELCOME TO LÆTI! ELECTRONIC MUSIC CAMP!
Age 15-20
For the first time, we are offering Electronic Music Camps for young people aged 15–20. Participants will get a foundation in electronic music, learn how to compose songs in Ableton Live, and try their hand at DJing. Those who wish to sing or rap on their tracks are encouraged to do so, and we’ll have recording facilities available.
While musical styles can vary, the focus is on music created with a computer, using Ableton Live as our main tool.
By the end of the camp, each participant will have created a draft of a song, which we’ll all listen to together at a listening party at the Læti! Music Center on the afternoon of June 2nd.
The camp is both in Icelandic and English.
No prior musical experience is necessary. We will create a safe space to try out new things and mistakes are welcome!
Dates: May 29, May 31, June 1, and Listening Party on June 2
Location: Fellaskóli, 111 Reykjavík
Listening Party: Læti! Music Center, 111 Reykjavík
Thursday, May 29 (Ascension Day) 09:00-16:00
– No class on Friday May 30 –
Saturday, May 31 09:00-16:00
Sunday, June 1 09:00-16:00
Monday, June 2 – Afternoon Listening Party 17:30-19:00
Participation fee is optional. Free spots are also available.
Stelpur rokka! / Læti! are non-profit volunteer organizations, and any contributions beyond the suggested fee are greatly appreciated.
Only 20 spots are available.
The goal is to improve access to electronic music for girls and marginalized genders. The project is supported by Erasmus+ and the organisation is supported by the City of Reykajvík.
REGISTER: https://forms.gle/cre3dWYcGLS3eWxf9