Myndasögugerð fyrir 6-9 ára

Mynd: 
Hverfi: 
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur
Efnisflokkur: 
Sköpun, Sumarnámskeið, Myndlist
Tímabil: 
júní, júlí
Aldur: 
6 ára, 7 ára, 8 ára, 9 ára
Námskeiðslýsing: 

Þetta námskeið er fyrir káta krakka með fjörugt ímyndunarafl. 

Við munum fara yfir öll helstu grunnatriði í myndasögugerð. Þau munu byrja á að skapa persónu sem þau vinna svo áfram með. Þau munu skapa umgjörð fyrir persónuna og semja sögu um hana. Síðan munum við fara yfir mismunandi tækni til að myndlýsa sögunni í skemmtilegri myndasögu. 

Að námskeiði loknu koma nemendur heim með sína eigin myndasögu. Einnig munu þau búa yfir færni til að halda sínum myndasögu ferli áfram heima fyrir.

  • 18-21. júní · kl. 13-16, · Fyrir 6-9 ára – ATH 4 dagar – kr. 19.900
  • 24-28 júní · kl. 13-16, · Fyrir 6-9 ára – kr. 24.800

Staðsetning: Hvítu útihúsin við Flataskóla í Garðabæ

Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Sportabler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.

Síðast uppfært: 
Mánudagur, 8. apríl 2024 - 21:55