







Viltu læra grunnatriði í ljósmyndun?
Mættu með stafræna myndavél, venjulega myndavél, síma eða spjaldtölvu.
Skoðum alls konar græjur sem ljósmyndarar nota og lærum hvernig þær virka.
Þú lærir um hugtök eins og mynduppbyggingu, hraða, ljósnæmi og ljósop.
Förum yfir grunnatriði í mynduppbyggingu og lærum að nota myndvinnsluforritið Lightroom.
En fyrst og fremst tökum við helling af myndum og höfum gaman.
Þið þurfið að mæta með stafræna myndavél, venjulega myndavél, síma eða spjaldtölvu.
Komið klædd eftir veðri því við förum út að taka myndir.